X-Road í skýinu

Straumurinn X-Road er gagnaflutningslag íslenska ríkisins sem tryggir örugg rafræn samskipti milli stofnana og fyrirtækja. Straumurinn byggir á X-Road tækninni frá Nordic Institute for Interoperability Solutions (NIIS).

Straumurinn er þegar kominn í notkun hjá nokkrum opinberum stofnunum og margar fleiri munu fylgja í kjölfarið.

Andes, í samstarfi við Amazon Web Services (AWS) og NIIS hefur þróað lausn sem gerir mögulegt að innleiða X-Road í skýinu og þannig tengjast Straumnum á öruggan og fljótlegan hátt og án mikils tilkostnaðar.

Fimmtudaginn 17. mars kl 10:00 mun Andes standa fyrir vefnámskeiði (webinar) þar sem sérfræðingar frá Andes, AWS og NIIS munu kynna X-Road tæknina og hvernig hægt er að tengjast Straumnum með uppsetningu á X-Road í AWS skýinu.

Vefnámskeiðið er ætlað stafrænum leiðtogum og sérfræðingum í upplýsingatækni sem láta sig öruggan gagnaflutning varða.

Smelltu hér til að skrá þig

Fyrirlesarar

Petteri Kivimäki

Petteri er tæknistjóri hjá NIIS. Hann er tölvunarfræðingur að mennt og vottaður skýjasérfræðingur. Petteri hefur leitt X-Road innleiðingarverkefni í Finnlandi og stýrði samstarfsverkefni á milli Finnlands og Eistlands sem snéri að því að samræma open-source þróun á X-Road á milli landanna.

Marcus Lock

Marcus er viðskiptastjóri hjá AWS með áherslu á opinbera geirann á Norðurlöndum. Hann veitir stuðning og ráðgjöf í öllum samskiptum við AWS og tryggir að hæstu gæðakröfur séu viðhafðar í skýja vegferð viðskiptavinanna.

Tõnis Pihlakas

Tönis er Solutions Architect hjá AWS og leiðbeinir viðskiptavinum á leið þeirra upp í skýið. Hann er með meistaragráðu í upplýsingafræði og margra ára reynslu af uppbyggingu kerfa sem reiða sig á X-Road.

Hrafnkell Brimar Hallmundsson

Hrafnkell er tölvunarfræðingur og AWS vottaður skýjasérfræðingur með áralanga reynslu af rekstri og hönnun upplýsingakerfa í skýinu.

Dagskrá:

10:00 - 10:20 - Petteri Kivimäki - Introduction to X-Road and its Development Model (ath. fyrirlesturinn er á ensku)

10:20 - 10:40 - Marcus Lock & Tõnis Pihlakas - Amazon Web Services Enabling X-Road in the Cloud (ath. fyrirlesturinn er á ensku)

10:40 - 11:00 - Hrafnkell Brimar Hallmundsson - X-Road Security Server tilbúinn til notkunar í skýinu

11:00 - 11:10 - Q&A

Smelltu hér til að skrá þig.